Í útilegu með öll þægindi 26. mars 2008 00:01 Björgvin Barðdal segir þægindi sem fólk sé vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. fréttablaðið/arnþór „Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira