Óvirk samkeppni Ingimar Karl Helgason skrifar 19. mars 2008 00:01 Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. Markaðurinn/Pjetur „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur.
Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira