Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga 12. mars 2008 00:01 Pálmi Haraldsson og Gísli Reynisson eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins. Markaðurinn/Anton Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Undir smásjánni Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins.
Undir smásjánni Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira