Stórbók og fleiri gersemar 27. nóvember 2008 08:00 Jólabókin í ár fyrir harða Sigur Rósar-aðdáendur er eflaust viðhafnarútgáfan af Með suð í eyrum við spilum endalaust. Þetta er 200 bls. myndabók í stóru broti ásamt CD og DVD. Myndirnar eru úr bókinni. Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburðarmeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rósar-plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. Algengast er að gefa út afmælisútgáfur af eldri verkum eða veglegar yfirlitsútgáfur, en upp á síðkastið hefur færst í aukana að búa til spariútgáfur af nýjum plötum líka. Þegar Sigur Rós var að klára Með suð í eyrum við spilum endalaust í vor ákvað sveitin að hafa sjálfa plötuna í mjög einföldum umbúðum en leggja þess í stað þeim mun meira í viðhafnarútgáfuna sem átti að koma út um haustið. Hún er nú komin og það verður að segjast eins og er að þetta er engin venjuleg útgáfa. Stóra stássstofubókinSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaViðhafnarútgáfan af Með suð í eyrum er í raun 200 bls. innbundin myndabók í stóru broti (24 x 30 cm). Aftast í henni eru svo tveir vasar fyrir plötuna sjálfa og DVD-diskinn sem fylgir með. Þetta er myndabók og efniviðurinn er gerð plötunnar, fyrstu tónleikarnir á tónleikaferðinni, Náttúruhljómleikarnir o.fl. Ljósmyndarinn Eva Vermandel fylgir sveitinni í gegn um allt ferlið og myndirnar sýna m.a. upptökur, tónleika, æfingar, partí og myndbandagerð. Á DVD-disknum eru tvær kvikmyndir eftir Nicholas Abrahams, Við spilum endalaust, sem fæst við sama efni og ljósmyndabókin, og Árabátur at Abbey Road sem fjallar um upptökur á laginu Árabátur með sinfóníuhljómsveit og drengjakór. Auk þess er myndbandið við lagið Gobbledigook á disknum. Bókin er í takmörkuðu upplagi og hvert eintak númerað. 300 eintök fara í sölu hér á landi. Hverri bók fylgir líka filmubútur úr upprunalegu filmunni sem Gobbledigook myndbandið var gert úr. Bókina var hægt að panta í forsölu á vef Sigur Rósar. Þeir sem það gerðu fengu nafn sitt prentað á þakkarlista í bókinni sjálfri. Það er skemmtilegt hvað það leynast snjallir markaðsmenn í herbúðum þessara ljúfu og hálfheilögu manna. Gdansk-röð Davids GilmourSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaÞað hefur líka færst í aukana að gefa samhliða út margar mismunandi útgáfur af sama titlinum. Gott dæmi um þetta er tónleikapakkinn Live in Gdansk með David Gilmour. Hann kemur í fimm mismunandi útgáfum, sú dýrasta hefur að geyma 3 CD og 2 DVD og kostar tæpar tíu þús. kr. á Amazon. Tónleikarnir eru reyndar mikið eyrnakonfekt fyrir Gilmour- og Pink Floyd-aðdáendur. Roxy Music-gítarleikarinn Phil Manzanera spilar með karlinum og svo eru þetta líklega síðustu upptökur hljómborðsleikarans Ricks Wright sem lést á árinu. Brjálaðir Dylan-aðdáendurSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaEn það eru ekki allir jafnhrifnir af viðhafnarútgáfum. Þegar áttunda Bootleg Series-plata Bobs Dylan, Tell Tale Signs, kom út í haust fékk hún allstaðar frábæra dóma. Meðaleinkunn hennar hjá yfirlitssíðunni Metacritic er t.d. 86/100. Ef maður skoðar plötuna hins vegar á Amazon kemur í ljós að meðaleinkunn notenda þar er bara tvær og hálf stjarna af fimm. Ástæðan er ekki sú að Dylan-aðdáendum mislíki tónlistin heldur eru þeir æfir yfir því að þriggja diska munaðarútgáfan kosti 85 pund (18 þús. kr.). Slíkt okur vilja gamlir Dylan-menn ekki láta bjóða sér! Til samanburðar má geta þess að Sigur Rósar-bókin kostar tæpar tíu þúsund hér á landi sem er nokkru lægra verð heldur en í Bretlandi. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburðarmeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rósar-plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. Algengast er að gefa út afmælisútgáfur af eldri verkum eða veglegar yfirlitsútgáfur, en upp á síðkastið hefur færst í aukana að búa til spariútgáfur af nýjum plötum líka. Þegar Sigur Rós var að klára Með suð í eyrum við spilum endalaust í vor ákvað sveitin að hafa sjálfa plötuna í mjög einföldum umbúðum en leggja þess í stað þeim mun meira í viðhafnarútgáfuna sem átti að koma út um haustið. Hún er nú komin og það verður að segjast eins og er að þetta er engin venjuleg útgáfa. Stóra stássstofubókinSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaViðhafnarútgáfan af Með suð í eyrum er í raun 200 bls. innbundin myndabók í stóru broti (24 x 30 cm). Aftast í henni eru svo tveir vasar fyrir plötuna sjálfa og DVD-diskinn sem fylgir með. Þetta er myndabók og efniviðurinn er gerð plötunnar, fyrstu tónleikarnir á tónleikaferðinni, Náttúruhljómleikarnir o.fl. Ljósmyndarinn Eva Vermandel fylgir sveitinni í gegn um allt ferlið og myndirnar sýna m.a. upptökur, tónleika, æfingar, partí og myndbandagerð. Á DVD-disknum eru tvær kvikmyndir eftir Nicholas Abrahams, Við spilum endalaust, sem fæst við sama efni og ljósmyndabókin, og Árabátur at Abbey Road sem fjallar um upptökur á laginu Árabátur með sinfóníuhljómsveit og drengjakór. Auk þess er myndbandið við lagið Gobbledigook á disknum. Bókin er í takmörkuðu upplagi og hvert eintak númerað. 300 eintök fara í sölu hér á landi. Hverri bók fylgir líka filmubútur úr upprunalegu filmunni sem Gobbledigook myndbandið var gert úr. Bókina var hægt að panta í forsölu á vef Sigur Rósar. Þeir sem það gerðu fengu nafn sitt prentað á þakkarlista í bókinni sjálfri. Það er skemmtilegt hvað það leynast snjallir markaðsmenn í herbúðum þessara ljúfu og hálfheilögu manna. Gdansk-röð Davids GilmourSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaÞað hefur líka færst í aukana að gefa samhliða út margar mismunandi útgáfur af sama titlinum. Gott dæmi um þetta er tónleikapakkinn Live in Gdansk með David Gilmour. Hann kemur í fimm mismunandi útgáfum, sú dýrasta hefur að geyma 3 CD og 2 DVD og kostar tæpar tíu þús. kr. á Amazon. Tónleikarnir eru reyndar mikið eyrnakonfekt fyrir Gilmour- og Pink Floyd-aðdáendur. Roxy Music-gítarleikarinn Phil Manzanera spilar með karlinum og svo eru þetta líklega síðustu upptökur hljómborðsleikarans Ricks Wright sem lést á árinu. Brjálaðir Dylan-aðdáendurSigur Rós - myndir úr Með suð í eyrum viðhafnarútgáfaEn það eru ekki allir jafnhrifnir af viðhafnarútgáfum. Þegar áttunda Bootleg Series-plata Bobs Dylan, Tell Tale Signs, kom út í haust fékk hún allstaðar frábæra dóma. Meðaleinkunn hennar hjá yfirlitssíðunni Metacritic er t.d. 86/100. Ef maður skoðar plötuna hins vegar á Amazon kemur í ljós að meðaleinkunn notenda þar er bara tvær og hálf stjarna af fimm. Ástæðan er ekki sú að Dylan-aðdáendum mislíki tónlistin heldur eru þeir æfir yfir því að þriggja diska munaðarútgáfan kosti 85 pund (18 þús. kr.). Slíkt okur vilja gamlir Dylan-menn ekki láta bjóða sér! Til samanburðar má geta þess að Sigur Rósar-bókin kostar tæpar tíu þúsund hér á landi sem er nokkru lægra verð heldur en í Bretlandi.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira