Á að Bakka við Húsavík? 27. febrúar 2008 05:45 Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun