Feðgar á fljúgandi ferð 6. febrúar 2008 00:01 Hlynur Örn Hrafnkelsson, níu ára, með fyrsta hjólið, sem hann fékk um jólin. Markaðurinn/úr einkasafni „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell. Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell.
Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira