Hlaðinn lofi fyrir Englabörn Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2008 05:00 Platan Englabörn fær mjög góða dóma á heimasíðunni Pitchforkmedia.com. Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira