Inter vann AC Milan 2-1 í grannaslag í ítalska boltanum í dag. Inter er með sjö stiga forskot í deildinni og erfitt að sjá liðið vera stöðvað í leið sinni að ítalska meistaratitlinum þriðja árið í röð.
AC Milan komst yfir í leiknum á 18. mínútu með marki frá Andrea Pirlo beint úr aukaspyrnu. Julio Cruz náði að jafna metin umkringdur varnarmönnum á 36. mínútu.
Það var síðan Estebian Cambiasso sem skoraði sigurmarkið á 63. mínútu með skoti sem Dida, markvörður AC Milan, misreiknaði skelfilega. Hann skutlaði sér í ranga átt þrátt fyrir að skot Cambiasso hafi ekki haft viðkomu í neinum leikmanni.
Inter er með 43 stig í efsta sætinu, sjö stigum á undan Roma sem vann Sampdoria 2-0 í gær. Roma hefur 36 stig en í þriðja sæti er Juventus með 35 stig. Hasan Salihamidzic and David Trezeguet skoruðu mörk Juve sem vann Siena 2-0 í dag.
AC Milan situr í tólfta sæti deildarinnar með átján stig.
Emil Hallfreðsson lék ekki með Reggina í dag vegna meiðsla. Reggina er í næstneðsta sæti deildarinnar en vann mikilvægan 3-1 sigur gegn Catania.
Úrslit dagsins:
Firentina - Cagliari 5-1
Inter - AC Milan 2-1
Juventus - Siena 2-0
Livorno - Atalanta 1-1
Napoli - Torino 1-1
Palermo - Lazio 2-2
Reggina - Catania 3-1
Udinese - Empoli 2-2