Græn jól í Bandaríkjunum 21. desember 2007 15:31 Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Bandaríkjunum á þessum síðasta degi fyrir jól. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira