Græn jól í Bandaríkjunum 21. desember 2007 15:31 Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Bandaríkjunum á þessum síðasta degi fyrir jól. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira