Fótbolti

Adriano lánaður til Sao Paulo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adriano í leik með Inter þann 16. september síðastliðinn.
Adriano í leik með Inter þann 16. september síðastliðinn. Nordic Photos / AFP

Brasilíski framherjinn Adriano hefur verið lánaður til Sao Paulo í heimalandi sínu frá Inter á Ítalíu næsta hálfa árið.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu Sao Paulo í dag en Adriano, sem er 25 ára gamall, hefur átt í miklum vandræðum og lítið spilað fyrir Inter síðastliðin tvö tímabil.

Þar áður var hann talinn einn besti framherji í ítölsku deildinni en Adriano er sagður hafa átt að stríða við áfengisvandamál og þunglyndi.

Fyrir mánuði síðan fór Adriano til Sao Paulo til að vinna bug á meinum sínum og reyna að koma sér í betra líkamlegra ástand.

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu," sagði Adriano í viðtali við heimasíðuna. „Síðan ég kom hingað fyrst hefur farið vel um mig. Það verður sannur heiður að fá að spila fyrir þetta félag og mun ég leggja hart að mér fyrir félagið og koma mér aftur í landsliðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×