Maldini hættir í lok tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 20:00 Maldini með bikarinn á lofti í dag. Nordic Photos / Getty Images Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik. Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira