Fótbolti

Walcott gæti byrjað í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Líklegt þykir að framherjinn ungi Theo Walcott verði í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Slavia Prag í H-riðli.

Hinn 18 ára gamli Walcott fór mikinn þegar hann kom inn sem varamaður gegn Bolton um helgina og þá er líklegt að Tomas Rosicky gæti komið inn í liðið eftir að hafa jafnað sig af meiðslum á læri. Robin van Persie og Philippe Senderos eru enn meiddir hjá Arsenal.

Slavia verður án þeirra Vladimir Smicer, Martin Latka og Erich Brabec sem allir eru meiddir.

"Ef við náum sigri í kvöld verður 90% af vinnu okkar í riðlakeppninni lokið. Þessi leikur verður góður prófsteinn á andlegan styrk liðsins og það verður gaman að sjá hvernig leikmennirnir eiga við það að vera taldir auðveldir sigurvegarar fyrir fram. Það eru nefnilega stundum þessir leikir sem eru erfiðastir þegar á hólminn kemur og við gætum lent í miklum vandræðum ef við höldum ekki einbeitingu í þessum leik," sagði Arsene Wenger.

Arsenal hefur aldrei spilað við Slavia Prag í Evrópukeppni, en liðið hefur unnið alla sex leiki sína gegn grönnum þeirra í Spörtu frá Prag.

Hópur Arsenal: Almunia, Lehmann, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Hleb, Fabregas, Flamini, Diaby, Adebayor, Eduardo, Eboue, Walcott, Gilberto, Rosicky, Bendtner, Denilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×