Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, fór fögrum orðum um sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í gærkvöld þegar hann skoraði tvö marka liðsins í 3-0 sigri á Sampdoria.
Zlatan hefur nú skorað sex mörk í deildinni í aðeins fimm leikjum og er næstmarkahæstur ásamt fyrrum félaga sínum David Trezeguet hjá Juventus.
"Ibrahimovic er leikmaður sem getur skorað mark hvenær sem honum sýnist. Sáuð þið seinna markið hans í kvöld? Hann ákvað bara að hann lagaði að skora - og gerði það. Maður með svona tækni og líkamlega burði getur gert hvað sem hann langar að gera á vellinum. Hann er að bæta sig á hverjum degi og getur skorað að vild - jafnvel tvö eða þrjú mörk í hverjum einasta leik," sagði Mancini heillaður.