Efstir á óskalistanum 24. september 2007 15:00 Metroid Prime 3 Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox. Metroid Prime 3 Metroid Prime 3: Corruption frá Retro Studios er sá leikur fyrir Wii-leikjatölvuna frá Nintendo sem einna flestir bíða eftir í Evrópu þessa stundina. Hann kom út í Bandaríkjunum 27. ágúst og hefur hlotið góða dóma á leikjasíðum og í tímaritum. Um hvað snýst leikurinn? Metroid Prime 3 er tíundi leikurinn í Metroid-seríunni og sá þriðji í leikjaröðinni, sem hófst með útgáfu Metroid Prime fyrir GameCubetölvuna árið 2003. Hann er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn stjórnar persónunni Samus Aran í baráttu við geimræningja. Samus er stjórnað með Wii Remote fjarstýringunni, sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara, þannig að spilarinn miðar henni á sjónvarpsskjáinn til að skjóta. Hvenær kemur hann út? Leikurinn kom út í Bandaríkjunum í lok ágúst, en kemur hingað til lands 26. október.Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid-leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því sá fyrsti kom út á PlayStation-leikjatölvunni árið 1998. Nú er fjórði leikurinn á leiðinni, og verður aðeins gefinn út fyrir PlayStation 3.Um hvað snýst leikurinn? Líkt og í fyrri leikjunum snýst Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots um að læðast um óséður sem persónan Solid Snake og koma aftan að óvinum. Leikurinn er spilaður í þriðju persónu, þannig að myndavélin horfir skáhallt ofan á aðal- persónuna, en hægt verður að skipta yfir í fyrstu persónu sjónarhorn. Sagan gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum eins og áður, en nú berst Solid Snake við hermenn í þjónustu fyrirtækisins Outer Heaven til þess að stöðva erkióvin sinn Liquid Snake.Hvenær kemur hann út?Enn hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn en tilkynnt hefur verið að hann verði á fyrstu mánuðum næsta árs.Halo 3Halo 3Halo 3 er leikurinn sem nánast allir eigendur Xbox360 bíða eftir að komi út, enda voru Halo og Halo 2 vinsælustu leikirnir fyrir upprunalegu Xboxleikjatölvuna. Báðir slógu þeir sölumet fyrir leikja- tölvuna þegar þeir komu út, og er fastlega gert ráð fyrir að Halo 3 geri hið sama.Um hvað snýst leikurinn? Halo 3 er fyrstu persónu skotleikur eins og fyrri tveir leikirnir. Sem fyrr stýrir spilarinn aðalpersónunni Master Chief í baráttunni við Covenant- og Floodgeimverurnar. Mikil áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins, sem er meðal annars hægt að spila í gegnum Xbox Live. Meðal nýjunga í Halo 3 eru breytt og bætt vopn, nýjar tegundir óvina og fleiri farartæki en áður.Hvenær kemur hann út? Halo 3 kemur út í Evrópu 26. september, degi síðar en í Bandaríkjunum. Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox. Metroid Prime 3 Metroid Prime 3: Corruption frá Retro Studios er sá leikur fyrir Wii-leikjatölvuna frá Nintendo sem einna flestir bíða eftir í Evrópu þessa stundina. Hann kom út í Bandaríkjunum 27. ágúst og hefur hlotið góða dóma á leikjasíðum og í tímaritum. Um hvað snýst leikurinn? Metroid Prime 3 er tíundi leikurinn í Metroid-seríunni og sá þriðji í leikjaröðinni, sem hófst með útgáfu Metroid Prime fyrir GameCubetölvuna árið 2003. Hann er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn stjórnar persónunni Samus Aran í baráttu við geimræningja. Samus er stjórnað með Wii Remote fjarstýringunni, sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara, þannig að spilarinn miðar henni á sjónvarpsskjáinn til að skjóta. Hvenær kemur hann út? Leikurinn kom út í Bandaríkjunum í lok ágúst, en kemur hingað til lands 26. október.Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid-leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því sá fyrsti kom út á PlayStation-leikjatölvunni árið 1998. Nú er fjórði leikurinn á leiðinni, og verður aðeins gefinn út fyrir PlayStation 3.Um hvað snýst leikurinn? Líkt og í fyrri leikjunum snýst Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots um að læðast um óséður sem persónan Solid Snake og koma aftan að óvinum. Leikurinn er spilaður í þriðju persónu, þannig að myndavélin horfir skáhallt ofan á aðal- persónuna, en hægt verður að skipta yfir í fyrstu persónu sjónarhorn. Sagan gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum eins og áður, en nú berst Solid Snake við hermenn í þjónustu fyrirtækisins Outer Heaven til þess að stöðva erkióvin sinn Liquid Snake.Hvenær kemur hann út?Enn hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn en tilkynnt hefur verið að hann verði á fyrstu mánuðum næsta árs.Halo 3Halo 3Halo 3 er leikurinn sem nánast allir eigendur Xbox360 bíða eftir að komi út, enda voru Halo og Halo 2 vinsælustu leikirnir fyrir upprunalegu Xboxleikjatölvuna. Báðir slógu þeir sölumet fyrir leikja- tölvuna þegar þeir komu út, og er fastlega gert ráð fyrir að Halo 3 geri hið sama.Um hvað snýst leikurinn? Halo 3 er fyrstu persónu skotleikur eins og fyrri tveir leikirnir. Sem fyrr stýrir spilarinn aðalpersónunni Master Chief í baráttunni við Covenant- og Floodgeimverurnar. Mikil áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins, sem er meðal annars hægt að spila í gegnum Xbox Live. Meðal nýjunga í Halo 3 eru breytt og bætt vopn, nýjar tegundir óvina og fleiri farartæki en áður.Hvenær kemur hann út? Halo 3 kemur út í Evrópu 26. september, degi síðar en í Bandaríkjunum.
Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira