Segja Hörpuna í Bandaríkjunum 16. september 2007 19:28 MYND/Valgarður Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira