Asafa Powell hlaut uppreisn æru 10. september 2007 10:27 Asafa Powell er konungur spretthlaupanna AFP Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira