Asafa Powell hlaut uppreisn æru 10. september 2007 10:27 Asafa Powell er konungur spretthlaupanna AFP Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum