Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni 22. ágúst 2007 14:36 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira