Tónleikar Menningarnætur í ár verða á Miklatúni en þetta er í fjórða skipti sem þeir eru haldnir. Hingað til hafa þeir verið staðsettir á hafnarbakkanum en meðal annars í ljósi vel heppnaða tónleika Sigur Rósar á Miklatúni í fyrrasumar var ákveðið að færa þá þangað.
Dagskráin er þannig saman sett að allir sem á annað borð hafa gaman af tónlist ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu frá Rás 2 og Landsbankanum sem standa að tónleikunum. Pláss er fyrir hátt í 100.000 manns og boðið verður upp á stórt svið, gott hljóðkerfi og risaskjá.
Dagskráin er tvískipt. Hún hefst klukkan 16:00 en lýkur klukkan 22:20
Dagskráin er eftirfarandi:
16.00 - 18.00
Ljótu Hálfvitarnir
Vonbrigði
Pétur Ben & hljómsveit
Mínus
Ampop
18.00 - 20.00 HLÉ
20.00 - 22.20
Sprengjuhöllin
Eivör (ásamt hljómsveit)
Á Móti Sól
Megas & Senuþjófarnir
Mannakorn ásamt Ellen Kristjánsdóttur