Tónlist

Kántrýdagar á Skagaströnd um helgina

Kúrekinn Hallbjörn Hjartarson, upphafsmaður hátíðarinnar
Kúrekinn Hallbjörn Hjartarson, upphafsmaður hátíðarinnar

Kántrýdagar verða haldnir á Skagaströnd dagana 17.-19. ágúst næstkomandi þar sem fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram. Meðal þess sem í boði verður má nefna kántrýtónlist, gospelsöng, íslenskt rokk og afrískan trumbuslátt.

Mikið er einnig lagt upp úr skemmtidagskrá fyrir yngri kynslóðina og má þar nefna dorgveiðikeppni niðri á höfn, skemmtidagskrá með Bjarna töframanni, hoppi-kastala og önnur leiktæki. Góð aðstaða er til að tjalda og grilla á svæðinu og hvorki er rukkað inn á tjaldsvæðið né inn á hátíðina sjálfa.

Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef sveitarfélagsins http://www.skagastrond.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×