Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu 15. ágúst 2007 12:22 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður MYND/365 Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira