Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar 31. júlí 2007 18:49 Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. Það er Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, sem situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis en hann greiðir rúmar 34,4 milljónir króna. Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsinns og gerir hann þar með að skattakóngi landsbyggðarinnar að frátöldu Reykjanesi. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin bergjöld og í Vestmannaeyjum er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, skattakóngur þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna.Sjá sjónvarpsfrétt Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. Það er Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, sem situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis en hann greiðir rúmar 34,4 milljónir króna. Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsinns og gerir hann þar með að skattakóngi landsbyggðarinnar að frátöldu Reykjanesi. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin bergjöld og í Vestmannaeyjum er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, skattakóngur þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna.Sjá sjónvarpsfrétt
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira