Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld 31. júlí 2007 13:33 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Skattaumdæmin eru níu talsins og hefur skapast hefð fyrir því að taka saman svokallaða hákarlalista þ.e. lista yfir gjaldahæstu einstaklingana í hverju umdæmi fyrir sig. Í Reykjavík trónir á toppnum, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings en opinber gjöld hans á síðasta ári námu rúmum 400 milljónum króna. Næstur á eftir honum kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna og þriðja sætið vermir Ingunn Gyða Wernesdóttir með rúmar 287 milljónir krónur og eru þessi þrjú jafnframt skattakóngar landsins alls. Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti en hann greiðir rúma 71 milljón í opinber gjöld. Athygli vekur að fjórir hæstu greiðendurnir eru búsettir á Seltjarnarnesi, en í fjórða sæti er Jón Sigurðsson, með 64 milljónir. Aðeins ein kona kemst inn á listann yfir tíu hæstu greiðendur, en Anna Fríða Winther, búsett á Seltjarnarnesi, er í tíunda sæti með rúmar 47 milljónir. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsins. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin ber gjöld. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna í opinber gjöld. Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir að Björgólfur hafi ekki haft búsetu á Íslandi í 15 ár. Einu launuðu störfin sem Björgólfur hafi á Íslandi séu vegna stjórnarformennsku í Actavis og Straumi-Burðarás, en fyrir þau fái hann greitt um kr. 900 þúsund á mánuði. Hann greiðir skatt af því. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Skattaumdæmin eru níu talsins og hefur skapast hefð fyrir því að taka saman svokallaða hákarlalista þ.e. lista yfir gjaldahæstu einstaklingana í hverju umdæmi fyrir sig. Í Reykjavík trónir á toppnum, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings en opinber gjöld hans á síðasta ári námu rúmum 400 milljónum króna. Næstur á eftir honum kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna og þriðja sætið vermir Ingunn Gyða Wernesdóttir með rúmar 287 milljónir krónur og eru þessi þrjú jafnframt skattakóngar landsins alls. Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti en hann greiðir rúma 71 milljón í opinber gjöld. Athygli vekur að fjórir hæstu greiðendurnir eru búsettir á Seltjarnarnesi, en í fjórða sæti er Jón Sigurðsson, með 64 milljónir. Aðeins ein kona kemst inn á listann yfir tíu hæstu greiðendur, en Anna Fríða Winther, búsett á Seltjarnarnesi, er í tíunda sæti með rúmar 47 milljónir. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsins. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin ber gjöld. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna í opinber gjöld. Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir að Björgólfur hafi ekki haft búsetu á Íslandi í 15 ár. Einu launuðu störfin sem Björgólfur hafi á Íslandi séu vegna stjórnarformennsku í Actavis og Straumi-Burðarás, en fyrir þau fái hann greitt um kr. 900 þúsund á mánuði. Hann greiðir skatt af því.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira