Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, KR tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti ÍR og Valur mætir Þór/KA á Akureyri. Valur og KR eru á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 leiki, en Þór/KA og Fylkir eru á botninum með 3 stig eftir 7 leiki. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.
19:15 Fylkir - Breiðablik.
19:15 Þór/KA - Valur.
19:15 KR - Keflavík.
19:15 Stjarnan - ÍR.