Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins 16. júlí 2007 18:43 Lúkas var talinn dauður en dúkkaði síðan óvænt upp í dag. MYND/365 Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. Lögreglunni á Akureyri barst í dag tilkynning frá vegfaranda sem kvaðst hafa séð hundinn rétt fyrir ofan Akureyrarbæ. Lögreglan fór á staðinn ásamt eigenda Lúkasar, Kristjönu Margréti Sveinsdóttur. Þau fundu hundinn og staðfesti Kristjana að um Lúkas væri að ræða. Ekki tókst þó að handsama hann þar sem Lúkas er afar styggur eftir þessa löngu útlegð. Kristjana er að vonum yfir sig ánægð með þessar fréttir en hún sagðist einnig mjög ringluð. Í endaðan júní gaf vitni sig fram við Kristjönu og sagðist hafa orðið vitni að því þegar tveir drengir sem voru staddir á Bíladögum á Akureyri fundu hundinn, settu hann í íþróttatösku og spörkuðu honum á milli sín þar til hann drapst. Ákveðinn drengur var opinberlega ásakaður um verknaðinn en bar hann þó ætíð af sér. Kristjana veit ekki hvort um lygi hafi verið að ræða eða hvort annar hundur hafi verið í töskunni. Minningarathöfn var haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri vegna dauða Lúkasar og lögreglurannsókn stóð yfir vegna málsins. Kristjönu finnst mjög leiðinlegt að lögreglurannsókn hafi farið af stað vegna einskis en hún vinnur nú að því ásamt vinum og ættingjum að handsama Lúkas í fjallinu ofan Akureyrar. Lúkasarmálið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. Lögreglunni á Akureyri barst í dag tilkynning frá vegfaranda sem kvaðst hafa séð hundinn rétt fyrir ofan Akureyrarbæ. Lögreglan fór á staðinn ásamt eigenda Lúkasar, Kristjönu Margréti Sveinsdóttur. Þau fundu hundinn og staðfesti Kristjana að um Lúkas væri að ræða. Ekki tókst þó að handsama hann þar sem Lúkas er afar styggur eftir þessa löngu útlegð. Kristjana er að vonum yfir sig ánægð með þessar fréttir en hún sagðist einnig mjög ringluð. Í endaðan júní gaf vitni sig fram við Kristjönu og sagðist hafa orðið vitni að því þegar tveir drengir sem voru staddir á Bíladögum á Akureyri fundu hundinn, settu hann í íþróttatösku og spörkuðu honum á milli sín þar til hann drapst. Ákveðinn drengur var opinberlega ásakaður um verknaðinn en bar hann þó ætíð af sér. Kristjana veit ekki hvort um lygi hafi verið að ræða eða hvort annar hundur hafi verið í töskunni. Minningarathöfn var haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri vegna dauða Lúkasar og lögreglurannsókn stóð yfir vegna málsins. Kristjönu finnst mjög leiðinlegt að lögreglurannsókn hafi farið af stað vegna einskis en hún vinnur nú að því ásamt vinum og ættingjum að handsama Lúkas í fjallinu ofan Akureyrar.
Lúkasarmálið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira