Suðurlandströllið fer fram um helgina

Hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið fer fram í Hveragerði og á Selfossi á laugardaginn. Keppnin hefst klukkan 13:30 við Selfossbrú þar sem m.a. verður keppt í trukkadrætti og Drumbalyftu. Klukkan 16 færist svo keppnin að Eden í Hveragerði þar sem keppt verður í axlalyftu, uxagöngu og Húsafellshelluburði. Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson verður meðal keppenda á mótinu.