Það er búið að setja nýtt viðmið í íslenskum tónlistarmyndböndum segja Páll Óskar Hjálmtýsson og Hannes Þór Halldórsson, sem undanfarna mánuði hafa unnið að einhverju dýrasta myndbandi sem gert hefur verið á Íslandi.
Þeir segjast hafa viljað sýna að hægt er að gera myndband á heimsmælikvarða á Íslandi. Í Íslandi í dag var rætt við þá félaga og sýnt var brot úr myndbandinu magnaða.