Það verða tveir bestu tennisleikarar heims sem leika til úrslita á Wimbledon mótinu í tennis. Roger Federer sigraði 12. mann heimslistans Richard Gasquet 7-5, 6-3 og 6-4 nokkuð sannfærandi og Rafael Nadal komst í úrslitin annað árið í röð eftir sigur á Novak Djokovic, sem hætti vegna meiðsla. Federer getur komist í úrvalshóp með sigri í úrslitum þar sem hann stefnir á fimmta sigurinn í röð á mótinu.
