Á heimasíðu Sundsambands Íslands kemur fram að Eygló Ósk Gústafsdóttir úr sundfélaginu Ægir hafi í dag stórbætt meyjamet í 200m baksundi.
Eygló kláraði sundið á tímanum 2:38.39 og bætti þar með gamla metið sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir átti um rúmlega fimm sekúndur. Þetta er þriðja meyjarmet Eyglóar.