Fjármálafyrirtæki víða um heim eru nú farin að fylgja eftir merkjaþrá almennings og búa til hlutabréfasjóði með einungis hátískufyrirtækjum. Fólk getur þá keypt hlutabréf í Miu Miu, Stellu McCartney eða Ralph Lauren.
Fyrirtækin sem bjóða upp á þjónustuna segja að vöxtur sé töluverður í lúxusvörum og að hann eigi aðeins eftir að aukast á næstu árum. Þá benda þeir á að hátískuvörur séu sífellt að verða aðgengilegri fyrir almenning.