Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid.
Þetta er annað árið í röð sem að leikmaður úr Serie A fær gullskó Evrópu, en í fyrra var það Luca Toni sem hreppti skóinn.