Landslið Frjálsíþróttasambands Íslands hefur verið valið fyrir Evrópubikarkeppnina í Óðinsvé um næstu helgi. Ísland keppir í A riðli 2. deildar.
Landsliðin sem keppa í Óðinsvéum eru eftirfarandi:
Kvennalandslið: Andorra, Austurríki, Belgía, Danmörk, Eistland, Ísland, Lettland og Litháen.
Karlalandslið: Andorra, Austurríki, Danmörk, Eistland, Ísland, Lettland, Litháen og Noregur.
Hægt er að sjá valið á heimasíðu Frálsíþróttasambands Íslands.