Birgir fékk sex fugla í dag, þrjá skolla og níu pör og er nú í 28. sæti í mótinu eftir frábæra spilamennsku á þessum þriðja hring. Birgir lék fyrri níu holurnar á 32 höggum en síðari níu á 36 höggum en lengsta drævið hans í dag var 282,5 metrar.
Birgir var að pútta mun betur í dag en hann hefur gert síðustu tvo keppnisdaga en hann þurfti aðeins 29 pútt í dag samanborið við 34 pútt fyrsta daginn og 31 pútt í gær og þá þrípúttaði hann aldrei.
Martin Erlandsson og Richard Green eru efstu menn í mótinu, báðir á 11 höggum undir pari.