U19 landslið karla mætir Noregi í dag í milliriðli fyrir EM. Norðmenn eru á heimavelli í þessum leik en riðillinn er allur spilaður í Noregi. Íslenska landsliðið hefur spilað einn leik í riðlinu, 3-2 tap fyrir spánverjum sem eru núverandi handhafar titilsins.
Landsliðsþjálfari U19 karla, Guðni Kjartansson hefur gefið út byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
Mark: Þórður Ingason
Vörn: Almar Orrason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Þorvaldur Sveinn Sveinsson
Miðja: Skúli Jón Friðgeirsson, Marko Pavlov, Bjarni Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson og Arnór Smárason
Sókn: Birkir Bjarnason
Leikurinn hefst klukkan 17:00