Jónas áfram formaður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 18:45 Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær.Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni.Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær.Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni.Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira