Raunaleg saga vinstri flokka, stórhýsi í bænum, Framsókn grætir lítið barn 5. maí 2007 23:30 Pétur Tyrfingsson skrifar athyglisverða grein á bloggsíðu sína þar sem hann talar um tengslaleysi vinstri flokkanna við verkalýðshreyfinguna. Það er er held ég alveg rétt. Ögmundur Jónasson þvælir á einkennilegan hátt saman stjórnmálastarfi sínu og formennsku í BSRB. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, er í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar, en framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson, er einn af ráðgjöfum Ingibjargar Sólrúnar. Líklega er Samfylkingin í aðeins nánari tengslum við verkó en Vinstri græn. Pétur skrifar grein sína í framhaldi af orðum Jóns Baldvins um áhrif vinstri flokkanna í íslenskri pólitík - sem hann skrifaði í framhaldi af orðum Ingibjargar Sólrúnar um áhrifaleysi vinstri flokkanna í pólitíkinni. Jón Baldvin telur að Ingibjörg Sólrún hafi rangt fyrir sér. Hann vísar í Alþýðuflokkinn, vökulögin og almannatryggingar og hlut Alþýðubandalagsins í landhelgismálinu og byggingu Breiðholtsins. Má vel vera. En halda menn virkilega að ekki hefði verið byggt einhvers konar Breiðholt ef vinstri flokkanna hefði ekki notið við? Hefðu menn látið verkafólk hírast áfram í kjöllurum á Grettisgötunni fram yfir aldamót? Og er eitthvert land í Vestur-Evrópu án almannatrygginga eða einhvers konar vökulaga? --- --- --- Verkalýðshreyfing er mikilvæg. Það má vera að mikilvægi hennar aukist á næstu áratugum þegar áhrif hnattvæðingarinnar grafa undan kjörum launafólks. Margt í sögu hennar er líka glæsilegt. En saga vinstri flokka á Íslandi er raunaleg. Fáeinar vinstri stjórnir hafa setið hérna síðustu áratugi en þær hafa yfirleitt ekki getað komið neinu í verk vegna stöðugrar baráttu við efnahagsvanda. Vinstri stjórnin 1971-74 lagði út í óhemju vitlausa skuttogaravæðingu sem hafði hræðileg áhrif á fiskistofnana í kringum landið Út frá sjónarhóli byggðapólitíkur var þetta líka tóm vitleysa. Bak við þetta var hetjan Lúðvík Jósefsson. Vinstri stjórnin 1980-1983 missti algjörlega tökin á efnahagsmálunum. Hún var í stöðugu rugli. Stjórnin 1988-1991 náði nokkrum tökum á efnahagsvandanum en gat ekki komið sér saman um framtíðarsýn og dó af þeim sökum. Jón Baldvin varð að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum til að koma þjóðinni í tengsl við umheiminn. Þegar ég vann á Alþýðublaðinu kynntist ég krötum sem enn fengu tár í augun þegar þeir hugsuðu um stjórn hinna vinnandi stétta sem sat frá 1934-1939. Það var alvöru vinstri stjórn með ungum og róttækum ráðherrum. Kannski eina verulega vel heppnaða vinstri stjórnin. --- --- --- Annars er ljóst að ef úrslit kosninganna verða þau að ríkisstjórnin heldur velli og Samfylkingin og VG þurfa að eyða enn einu kjörtímabili í stjórnarandstöðu, munu þessir flokkar þurfa að endurskoða hernaðarlist sína gjörsamlega. Annars blasir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar verði eilífðarvél. Síðasta einn og hálfa áratuginn hafa orðið gerbreytingar á íslensku samfélagi – ekki bara af því ríkisstjórnin sé svo góð – en þar hafa vinstri flokkarnir verið í hlutverki áhorfanda. Er hugsanlegt að farið verði að ræða sameiningu flokkanna á vinstri vængnum? Gamli hópurinn í VG er kannski mótfallinn því, en hvað með unga fólkið og umhverfissinnana? --- --- ---Jón Kaldal skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem er ýjað að því að ég sé á móti stórhug og alvöru framkvæmdum. Þarna er hann að leggja út af ummælum mínum um "spillingarbælið" Orkuveituna. Þetta er ekki rétt. Ég vil að borgin byggi almennilega - hvet beinlínis til þess í pistli sem ég flyt í Silfrinu á morgun. Borgir þurfa stór og glæsileg mannvirki. En vandinn Orkuveituhúsið er aðallega að það byggir á lygum. Það var sagt að húsið myndi kosta sirka tvo milljarða króna - kostnaðurinn endaði í sex milljörðum. Það er spilling. Í annan stað er húsið ekki fallegt, það er einkennilega vondur andi þar inni. Í þriðja lagi er það á afskaplega vondum stað í bænum. R-listinn sagðist ætla að þétta byggðina. En dýrasta hús sem stjórnendur R-listans létu byggja var sett niður á borgarmörkunum. Það er eitt af mörgum skiptum þar sem munur var á orðum og efndum í tíð hans. Bæði Perlan og Ráðhúsið fóru á sínum tíma fram úr kostnaði. Þessi hús mega þó eiga að þau eru bæði falleg og auðga borgina - jafnvel þótt Perlan sé svolítið sjoppuleg að innan. --- --- --- Framsóknarflokknum tókst að græta Kára tvívegis á Laugaveginum í dag. Fyrst kona hlaupandi á eftir okkur og afhenti okkur græna blöðru með merki Framsóknarflokksins. Blaðran fauk af prikinu, barnið fór að gráta, og við eltum blöðruna langt niður götuna. Náðum henni niður við Kaffi Hljómalind þar sem hanga uppi alls kyns slagorð um hvað Framsókn sé vond. Þá kom í ljós að blaðran var farin að leka. Þegar við komum heim var allur vindur úr henni. Samt segir Kári að hann ætli líka að kjósa XB-flokkinn. Áður hafði hann ákveðið að kjósa XS-flokkinn - af því mamma hans á stafinn S. Og nú vill hann komast í tölvuna til að prófa að skrifa XD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Pétur Tyrfingsson skrifar athyglisverða grein á bloggsíðu sína þar sem hann talar um tengslaleysi vinstri flokkanna við verkalýðshreyfinguna. Það er er held ég alveg rétt. Ögmundur Jónasson þvælir á einkennilegan hátt saman stjórnmálastarfi sínu og formennsku í BSRB. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, er í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar, en framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson, er einn af ráðgjöfum Ingibjargar Sólrúnar. Líklega er Samfylkingin í aðeins nánari tengslum við verkó en Vinstri græn. Pétur skrifar grein sína í framhaldi af orðum Jóns Baldvins um áhrif vinstri flokkanna í íslenskri pólitík - sem hann skrifaði í framhaldi af orðum Ingibjargar Sólrúnar um áhrifaleysi vinstri flokkanna í pólitíkinni. Jón Baldvin telur að Ingibjörg Sólrún hafi rangt fyrir sér. Hann vísar í Alþýðuflokkinn, vökulögin og almannatryggingar og hlut Alþýðubandalagsins í landhelgismálinu og byggingu Breiðholtsins. Má vel vera. En halda menn virkilega að ekki hefði verið byggt einhvers konar Breiðholt ef vinstri flokkanna hefði ekki notið við? Hefðu menn látið verkafólk hírast áfram í kjöllurum á Grettisgötunni fram yfir aldamót? Og er eitthvert land í Vestur-Evrópu án almannatrygginga eða einhvers konar vökulaga? --- --- --- Verkalýðshreyfing er mikilvæg. Það má vera að mikilvægi hennar aukist á næstu áratugum þegar áhrif hnattvæðingarinnar grafa undan kjörum launafólks. Margt í sögu hennar er líka glæsilegt. En saga vinstri flokka á Íslandi er raunaleg. Fáeinar vinstri stjórnir hafa setið hérna síðustu áratugi en þær hafa yfirleitt ekki getað komið neinu í verk vegna stöðugrar baráttu við efnahagsvanda. Vinstri stjórnin 1971-74 lagði út í óhemju vitlausa skuttogaravæðingu sem hafði hræðileg áhrif á fiskistofnana í kringum landið Út frá sjónarhóli byggðapólitíkur var þetta líka tóm vitleysa. Bak við þetta var hetjan Lúðvík Jósefsson. Vinstri stjórnin 1980-1983 missti algjörlega tökin á efnahagsmálunum. Hún var í stöðugu rugli. Stjórnin 1988-1991 náði nokkrum tökum á efnahagsvandanum en gat ekki komið sér saman um framtíðarsýn og dó af þeim sökum. Jón Baldvin varð að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum til að koma þjóðinni í tengsl við umheiminn. Þegar ég vann á Alþýðublaðinu kynntist ég krötum sem enn fengu tár í augun þegar þeir hugsuðu um stjórn hinna vinnandi stétta sem sat frá 1934-1939. Það var alvöru vinstri stjórn með ungum og róttækum ráðherrum. Kannski eina verulega vel heppnaða vinstri stjórnin. --- --- --- Annars er ljóst að ef úrslit kosninganna verða þau að ríkisstjórnin heldur velli og Samfylkingin og VG þurfa að eyða enn einu kjörtímabili í stjórnarandstöðu, munu þessir flokkar þurfa að endurskoða hernaðarlist sína gjörsamlega. Annars blasir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar verði eilífðarvél. Síðasta einn og hálfa áratuginn hafa orðið gerbreytingar á íslensku samfélagi – ekki bara af því ríkisstjórnin sé svo góð – en þar hafa vinstri flokkarnir verið í hlutverki áhorfanda. Er hugsanlegt að farið verði að ræða sameiningu flokkanna á vinstri vængnum? Gamli hópurinn í VG er kannski mótfallinn því, en hvað með unga fólkið og umhverfissinnana? --- --- ---Jón Kaldal skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem er ýjað að því að ég sé á móti stórhug og alvöru framkvæmdum. Þarna er hann að leggja út af ummælum mínum um "spillingarbælið" Orkuveituna. Þetta er ekki rétt. Ég vil að borgin byggi almennilega - hvet beinlínis til þess í pistli sem ég flyt í Silfrinu á morgun. Borgir þurfa stór og glæsileg mannvirki. En vandinn Orkuveituhúsið er aðallega að það byggir á lygum. Það var sagt að húsið myndi kosta sirka tvo milljarða króna - kostnaðurinn endaði í sex milljörðum. Það er spilling. Í annan stað er húsið ekki fallegt, það er einkennilega vondur andi þar inni. Í þriðja lagi er það á afskaplega vondum stað í bænum. R-listinn sagðist ætla að þétta byggðina. En dýrasta hús sem stjórnendur R-listans létu byggja var sett niður á borgarmörkunum. Það er eitt af mörgum skiptum þar sem munur var á orðum og efndum í tíð hans. Bæði Perlan og Ráðhúsið fóru á sínum tíma fram úr kostnaði. Þessi hús mega þó eiga að þau eru bæði falleg og auðga borgina - jafnvel þótt Perlan sé svolítið sjoppuleg að innan. --- --- --- Framsóknarflokknum tókst að græta Kára tvívegis á Laugaveginum í dag. Fyrst kona hlaupandi á eftir okkur og afhenti okkur græna blöðru með merki Framsóknarflokksins. Blaðran fauk af prikinu, barnið fór að gráta, og við eltum blöðruna langt niður götuna. Náðum henni niður við Kaffi Hljómalind þar sem hanga uppi alls kyns slagorð um hvað Framsókn sé vond. Þá kom í ljós að blaðran var farin að leka. Þegar við komum heim var allur vindur úr henni. Samt segir Kári að hann ætli líka að kjósa XB-flokkinn. Áður hafði hann ákveðið að kjósa XS-flokkinn - af því mamma hans á stafinn S. Og nú vill hann komast í tölvuna til að prófa að skrifa XD.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun