Stimpilgjöld verða felld niður 18. apríl 2007 18:53 Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu. Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir