Stimpilgjöld verða felld niður 18. apríl 2007 18:53 Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira