Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð 18. apríl 2007 16:00 NordicPhotos/GettyImages Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira