Dæmdur fyrir að stinga mann í handlegginn 18. apríl 2007 10:41 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli. Til deilna kom milli manna vegna áfengis og sótti ákærði hníf inn í eldhús. Vildi sá sem fyrir árásinni varð stöðva hann og sneri hann niður en þá fékk hann hnífinn í handlegginn þannig að sauma þurfti alls tíu spor. Dómurinn telur ekki sannað hver hafi haldið um hnífinn þegar hann stakkst í manninn og sömuleiðis er talið ósannað að fyrir ákærða hafi beinlínis vakað að valda tjóni með háttsemi sinni. Hins vegar telur dómurinn að manninum hljóti að hafa verið ljóst að með því að halda hnífi í brjósthæð í sömu andrá og stefndi í átök væri langlíklegast að tjón hlytist af. Var hann því sakfelldur í málinu. Með árásinni rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá þótti rétt að líta til þess að afleiðingar verknaðarins voru ekki alvarlegar en dómurinn sagði þó að ekki yrði fram hjá því litið að hending ein virtist hafa ráðið að ekki fór verr. Var hann því dæmdur til þriggja mánaða fangelsis sem skilorðsbundið er til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli. Til deilna kom milli manna vegna áfengis og sótti ákærði hníf inn í eldhús. Vildi sá sem fyrir árásinni varð stöðva hann og sneri hann niður en þá fékk hann hnífinn í handlegginn þannig að sauma þurfti alls tíu spor. Dómurinn telur ekki sannað hver hafi haldið um hnífinn þegar hann stakkst í manninn og sömuleiðis er talið ósannað að fyrir ákærða hafi beinlínis vakað að valda tjóni með háttsemi sinni. Hins vegar telur dómurinn að manninum hljóti að hafa verið ljóst að með því að halda hnífi í brjósthæð í sömu andrá og stefndi í átök væri langlíklegast að tjón hlytist af. Var hann því sakfelldur í málinu. Með árásinni rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá þótti rétt að líta til þess að afleiðingar verknaðarins voru ekki alvarlegar en dómurinn sagði þó að ekki yrði fram hjá því litið að hending ein virtist hafa ráðið að ekki fór verr. Var hann því dæmdur til þriggja mánaða fangelsis sem skilorðsbundið er til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira