Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi 17. apríl 2007 08:56 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira