Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi 17. apríl 2007 08:56 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira