Stoichkov var ekki atvinnulaus lengi

Búlgarska knattspyrnugoðið Hristo Stoichkov var ekki lengi atvinnulaus, en hann verður tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri spænska liðsins Celta Vigo í dag. Þessi tíðindi koma innan við sólarhring eftir að honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Búlgaríu. Celta Vigo er komið í fallbaráttu í spænsku deildinni eftir lélegt gengi undanfarið.