Handtekinn við að selja fíkniefni

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst.