Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju 25. mars 2007 18:30 Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins. Samgöngur Stóriðja Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins.
Samgöngur Stóriðja Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira