Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma 20. mars 2007 10:30 Farsími frá Nokia. Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Fréttastofa Reuters segir að Yahoo muni í fyrstu horfa til þess að farsímanotendur í Bandaríkjunum geti notað leitarvélina en stefnt er að því að aðrir markaðir fylgi í kjölfarið. Reuters segir tæknifyrirtæki keppast um að búa til hugbúnað fyrir farsíma með vöfrum því markaðurinn fari ört vaxandi. Þar á meðal eru póstforrit og fleira til. Leitarvél Yahoo er þannig útbúin að farsímanotendur geta leitað eftir ýmsum staðbundnum upplýsingum, til dæmis með því að stimpla inn þá kvikmynd sem farsímanotendur langar til að sjá í bíó. Þar á eftir þarf að setja inn póstnúmer notanda og sýnir leitarvélin þá hvar hægt er að sjá tiltekna mynd og klukkan hvað hún er sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Yahoo hefur gert samninga við nokkra af helstu farsímaframleiðendum um innleiðingu hugbúnaðar frá fyrirtækinu í farsímum á þessu ári. Þar á meðal eru Nokia, Motorla, Samsung og LG, að sögn Reuters. Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Fréttastofa Reuters segir að Yahoo muni í fyrstu horfa til þess að farsímanotendur í Bandaríkjunum geti notað leitarvélina en stefnt er að því að aðrir markaðir fylgi í kjölfarið. Reuters segir tæknifyrirtæki keppast um að búa til hugbúnað fyrir farsíma með vöfrum því markaðurinn fari ört vaxandi. Þar á meðal eru póstforrit og fleira til. Leitarvél Yahoo er þannig útbúin að farsímanotendur geta leitað eftir ýmsum staðbundnum upplýsingum, til dæmis með því að stimpla inn þá kvikmynd sem farsímanotendur langar til að sjá í bíó. Þar á eftir þarf að setja inn póstnúmer notanda og sýnir leitarvélin þá hvar hægt er að sjá tiltekna mynd og klukkan hvað hún er sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Yahoo hefur gert samninga við nokkra af helstu farsímaframleiðendum um innleiðingu hugbúnaðar frá fyrirtækinu í farsímum á þessu ári. Þar á meðal eru Nokia, Motorla, Samsung og LG, að sögn Reuters.
Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira