Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki 10. mars 2007 17:29 Stjarnan varð einnig bikarmeistari í fyrra. Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. Eradze varði alls 27 skot í leiknum og má segja að hann hafi endurtekið leikinn frá því í úrslitaleiknum gegn Haukum fyrra, þar sem hann varði á fjórða tug skota. Sigur Stjörnunnar í dag var fyllilega verðskuldaður, leikmenn liðsins virtust einfaldlega tilbúnari í slaginn en kollegar sínir hjá Fram. Frábær lokakafli í fyrri hálfleik skilaði Stjörnunni sjö marka forystu í hálfleik, 16-9, en það tók liðin yfir 10 mínútur að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Á þessum tíma fóru markverðir beggja liða á kostum og vörðu eins og berserkir. Það kom snemma í ljós að Framarar voru aldrei líklegir til að minnka muninn og þegar staðan var 22-12 um miðjan hálfleikinn má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Sá munur hélst allt til loka leiks og lokatölurnar urðu 27-17. "Roland er landsliðsmaður og í slíkum klassa. Við vissum alltaf að við gætum spilað svona vörn. Ég átti þó ekki von á því að við myndum vinna svona stóran sigur," sagði fyrirliðinn Patrekur Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir leikinn. "Roland er maður stóru leikjanna og hann sannaði það í dag," sagði þjálfari Stjörnunnar, Kristján Halldórsson, eftir leikinn. David Kekelia og Tite Kalandadze skoruðu sjö mörk fyrir Stjörnunna og voru markahæstir. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnsson þrjú. Markverðir liðsins, þeir Björgvin Gústavsson og Magnús Erlendsson vörðu 11 skot hvor. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. Eradze varði alls 27 skot í leiknum og má segja að hann hafi endurtekið leikinn frá því í úrslitaleiknum gegn Haukum fyrra, þar sem hann varði á fjórða tug skota. Sigur Stjörnunnar í dag var fyllilega verðskuldaður, leikmenn liðsins virtust einfaldlega tilbúnari í slaginn en kollegar sínir hjá Fram. Frábær lokakafli í fyrri hálfleik skilaði Stjörnunni sjö marka forystu í hálfleik, 16-9, en það tók liðin yfir 10 mínútur að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Á þessum tíma fóru markverðir beggja liða á kostum og vörðu eins og berserkir. Það kom snemma í ljós að Framarar voru aldrei líklegir til að minnka muninn og þegar staðan var 22-12 um miðjan hálfleikinn má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Sá munur hélst allt til loka leiks og lokatölurnar urðu 27-17. "Roland er landsliðsmaður og í slíkum klassa. Við vissum alltaf að við gætum spilað svona vörn. Ég átti þó ekki von á því að við myndum vinna svona stóran sigur," sagði fyrirliðinn Patrekur Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir leikinn. "Roland er maður stóru leikjanna og hann sannaði það í dag," sagði þjálfari Stjörnunnar, Kristján Halldórsson, eftir leikinn. David Kekelia og Tite Kalandadze skoruðu sjö mörk fyrir Stjörnunna og voru markahæstir. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnsson þrjú. Markverðir liðsins, þeir Björgvin Gústavsson og Magnús Erlendsson vörðu 11 skot hvor.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira