Ziege kominn á skrifstofuna

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár.