Lögreglan sökuð um ofbeldi 26. febrúar 2007 19:30 Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira