Lögreglan sökuð um ofbeldi 26. febrúar 2007 19:30 Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira