Lögreglan sökuð um ofbeldi 26. febrúar 2007 19:30 Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Sjá meira